Það voru vísindamenn við John Moores-háskóla í Liverpool sem komust að þessum niðurstöðum, sem birtar eru í nýjasta hefti Journal of Epidemiology and Community Health, að því er fréttavefur BBC greinir frá.
Mark Bellis, sem stjórnaði rannsókninni, segir að þetta „faðernismisræmi“ hafi víðtækar og alvarlegar afleiðingar, en samt hafi því verið lítill gaumur gefinn þótt þess verði sífellt meira vart eftir því sem faðernisprófum fjölgi. Eftirspurn eftir faðernisprófum hefur tífaldast í Bretlandi undanfarinn áratug.
Í rannsókn vísindamannanna í Liverpool kom í ljós, að í gögnum frá 1950-2004 var tíðni þeirra tilvika þar sem í ljós kom að faðir barns var í raun ekki líffræðilegur faðir þess á bilinu eitt til 30%. Sérfræðingar hafa jafnan talið að tíðnin sé almennt undir tíu prósent. En Bellis segir að líklegt megi telja að eftir því sem faðernispróf verði algengari muni tíðnin aukast.
mbl.is 11.08.2005
Leave A Comment
You must be logged in to post a comment.