Oft er sagt að börn fráskilinna foreldra lendi fremur á refilstigum en önnur börn. Þessi goðsaga er í senn lífseig lygi og hættulegur hálfsannleikur. Staðreyndin er sú samkvæmt bandarískum rannsóknum að því minna sem barnið hefur af föður sínum að segja eftir skilnað því hættara er barninu við að lenda á villigötum samfélagsins.

Börn sem alast upp hjá móður sinni og hafa lítið sem ekkert samband við föður sinn lenda t.d. áberandi oftar í fangelsi en önnur skilnaðarbörn bæði fyrir ofbeldi og kynferðisglæpi. Því meira og nánara sem sambandið við föðurinn er eftir skilnað því minni hætta er á að barnið lendi í slíkum hremmingum. Með öðrum orðum: sem jöfnust umgengni við báða foreldra er besta vörnin, helsta traustið sem barninu býðst eftir skilnað. Föðursviptingin leiðir til glötunar en föðurnærvera er barninu jafn nauðsynleg eftir skilnað og fyrir skilnað.

Að lokum langar mig að tæpa hér á niðurstöðum úr ýmsum könnunum í Bandaríkjunum sem benda sterklega til að því minna sem samband barna fráskilinna foreldra er við föðurinn því hættara sé barninu til margvíslegra erfiðleika bæði í æsku og síðar á lífsleiðinni:

Föðurleysi

„Föðurlausum börnum er langtum hættara við að misnota vín og vímuefni, við geðrænum vandamálum, við sjálfsmorði, lítilli menntun, barneignum á táningaaldri, og afbrotum.“

61% alls ofbeldis gagnvart börnum fremja líffræðilegar mæður þeirra.
25% alls ofbeldis gagnvart börnum fremja líffræðilegir feður þeirra

79.6% forsjármæðra fá meðlag eða mæðralaun
29.9% forsjárfeðra fá meðlag eða feðralaun

46.9% forsjárlausra mæðra eru í vanskilum með meðlag
26.9% forsjárlausra feðra eru í vanskilum með meðlag

20.0% forsjárlausra mæðra borga meðlag á einhverju stigi
61.0% forsjárlausra feðra borga meðlag á einhverju stigi

66.2% einstæðra forsjármæðra vinna minna en fullt starf
10.2% einstæðra forsjárfeðra vinna minna en fullt starf

7.0% einstæðra forsjármæðra vinna meira en 44 stundir á viku
24.5% einstæðra forsjárfeðra vinna meira en 44 stundir á viku

46.2% einstæðra forsjármæðra fá stuðning hins opinbera
20.8% einstæðra forsjárfeðra fá stuðning hins opinbera

90.2% feðra með sameiginlega forsjá borga öll tilskilin meðlög

79.1% forsjárlausra feðra með umgengnisrétt borga öll tilskilin meðlög

44.5% feðra án umgengni borga öll tilskilin meðlög

37.9% feðra er tálmuð öll umgengni

66.0% þeirra meðlaga sem ekki eru greidd af forsjárlausum feðrum stafa af greiðsluerfiðleikum

50% mæðra sjá ekkert gagn í því að faðirinn haldi sambandi við börnin sín.

40% mæðra kvaðst hafa tálmað umgengni feðra til að refsa fyrrverandi maka sínum.

63% unglinga sem fremja sjálfsvíg koma frá föðurlausum heimilum
85% allra barna með hegðunarvandamál koma frá föðurlausum heimilum
80% þeirra sem nauðga vegna vanrækslu og reiði koma frá föðurlausum heimilum
71% þeirra sem hætta í framhaldsskóla koma frá föðurlausum heimilum
70% ungra afbrotamanna í stofnunum hins opinbera koma frá föðurlausum heimilum
85% allra ungra fanga ólust upp á föðurlausum heimilum

Með öðrum orðum eru börn frá föðurlausum heimilum:

5 sinnum líklegri til að fremja sjálfsmorð
32 sinnum líklegri til að flýja að heiman
20 sinnum líklegri til að eiga við hegðunarvanda að stríða
14 sinnum líklegri til að nauðga
9 sinnum líklegri til að hætta í skóla
20 sinnum líklegri til að enda í fangelsi

Föðursvipting

„Föðursvipting er sterkari vísbending um afbrotahneigð en kynþáttur, umhverfi eða fátækt.“

Börn sem svipt eru föður sínum eru:

72% allra morðingja á táningaaldri
60% nauðgara
70% unglinga í fangelsi
Tvisvar sinnum líklegri til að hætta í skóla
3 af hverjum 4 unglingum sem fremja sjálfsvíg
80% ungmenna á geðsjúkrahúsum
90% þeirra sem flýja að heiman.

„Föðursvipting er alvarlegt ofbeldi gagnvart börnum og hefur hlotið blessun lagakerfisins. Sterkir talsmenn kynjamismununar í Kanada eiga hagsmuna að gæta við að draga úr hlutverki karlmanna, einkum hlutverki þeirra sem feðra. Rannsóknir sýna að börn þrífast best með virkri og innihaldsríkri þátttöku beggja líffræðilegra foreldra þeirra, og þetta á ekki síður við fjölskyldur þar sem skilnaður hefur orðið.“

Loks er rétt að nefna íslenskar niðurstöður um reynslu foreldra af sameiginlegri forsjá en rannsóknin var gerð af þeim Sigrúnu Júlíusdóttur og Nönnu K. Sigurðardóttur árið 2000. Þar kemur fram að tæplega helmingur kvenna hafa góða reynslu en 21 % eru hlutlaus, 67 % karla hafa góða reynslu en 21 % eru hlutlaus. Þetta þýðir að uþb 80 % fólks er jákvætt eða hlutlaust gagnvart eigin reynslu af sameiginlegri forsjá (sbr. greinargerð með frumvarpi dómsmálaráðherra).

Garðar Baldvinsson

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0