Þann 25. febrúar n.k. heldur Mentor (nemendafélag félagsráðgjafarnema við HÍ) í samstarfi við Félagsráðgjafadeild HÍ sitt árlega málþing sem ber yfirskriftina “Áhrif efnahagsþrenginga á fjölskyldur með börn”. Málþingið verður haldið í stofu 105 á Háskólatorgi kl. 13:30 – 15:30 og er öllum opið.

Í allri þeirri umræðu sem átt hefur sér stað í kjölfar efnahagshrunsins virðist sem félagslegi þáttur fjölskyldunnar hafi því miður orðið undir. Málþinginu er ætlað að vekja máls á þessum þætti og draga umræðuna um hann upp á yfirborðið.

Á málþinginu eru fjórir fyrirlesarar, finnskur sérfræðingur um barnavernd í kjölfar finnsku kreppunnar og þrír íslendingar sem koma að vinnu sem snertir fjölskyldur með börn á einn eða annan hátt. Hér má finna dagskrá málþingsins og eru áhugasamir hvattir til þess að mæta !

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0