Mætti til dæmis hugsa sér að réttur foreldra væri framseljanlegur, til dæmis til nákominna sem þá mundu hugsa um barnið og fá orlofsgreiðslur? Með því væri réttur barnsins til samvista við báða foreldrahins vegar ekki tryggður.

Reglur um rétt foreldra til töku fæðingarorlofs geta verið með ýmsum hætti. Síðustu daga og vikur hefur mikið verið rætt og ritað um þessi réttindi. Lítið hefur hins vegar heyrst um það hvert er markmið laga um fæðingar- og foreldraorlof. Í lögunum segir að markmiðið laganna sé tvíþætt, þ.e. að „tryggja barni samvistir bæði við föður og móður“ og jafnframt „að gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf“. Skýrara getur þetta vart verið, grundvallarmarkmiðið er réttur barns til samvista við foreldra og annað markmið snertir jafnrétti kynjanna.

INNTAK RÉTTINDA

Lítum á helstu þætti þessara réttinda. Sem kunnugt er eiga nýbakaðar mæður á vinnumarkaði rétt á þriggja mánaða orlofi, feður á vinnumarkaði eiga sömuleiðis rétt á þriggja mánaða orlofi og sameiginlega eiga þau rétt á öðrum þremur mánuðum. Samtals eru þetta níu mánuðir og eru réttindin óframseljanleg. Réttindin eru með öllu óháð því hvaða starfi móðir eða faðir gegnir og eins hver mánaðarlaun eru, svo

fremi sem öðrum skilyrðum er fullnægt. Tilkynna skal vinnuveitanda um töku fyrirhugaðs orlofs. Eftir að tilkynning hefur verið send og á meðan á orlofi stendur njóta foreldrar ákveðinnar verndar. Þannig eru uppsagnir vinnuveitanda óheimilar nema gildar ástæður séu fyrir hendi og skal þá rökstyðja uppsögn skriflega. Það sama gildir um þungaðar konur og konur sem nýlega hafa átt börn. Skal starfsmaður eiga

rétt á að hverfa aftur til starfa að orlofi loknu eða fá sambærilegt starf hjá vinnuveitanda. Launþegi getur sagt starfi sínu lausu á þessu tímabili samkvæmt almennum reglum um uppsagnir af hálfu launþega. Eins er launþega heimilt að semja við vinnuveitanda um starfslok fyrir eða eftir barnsfæðingu. Greiðslur til foreldra sem hafa verið sex mánuði á vinnumarkaði nema 80% af launum síðastliðinna tveggja ára en þó aldrei meira en kr. 480.000 á mánuði. Sömu reglur gilda um greiðslur til kvenna og karla.

MIKILVÆGT FYRIR MÆÐUR, FEÐUR OG BÖRN

Það hefur verið sagt að lögin frá 2000 um fæðingar- og foreldraorlof hafi verið stærsta skref til þess að tryggja jafnrétti kynjanna frá því konur fengu kosningarétt hér á landi. Margt er án efa til í þessu. Sjálfstæður og óframseljanlegur réttur feðra til töku fæðingarorlofs leiðir til þess að staða kynjanna á vinnumarkaði verður jafnari. Spurningar sem sagt er að vinnuveitendum spyrji í atvinnuviðtölum um hugsanlegar barneignir koma væntanlega bæði upp í atvinnuviðtölum kvenna og karla í dag. Fram hjá því verður hins vegar ekki horft að umræða liðinna daga og vikna kom til vegna væntanlegs fæðingarorlofs karls. Ekki hafa áður heyrst sjónarmið áþekk sjónarmið um ætlað fæðingarorlof konu. Má því velta upp þeirri spurningu hvort í raun sé ekki litið svo á í atvinnulífinu að rétturinn sé bæði feðra og mæðra. Lagatextinn er engu síður ótvíræður, réttindi kvenna og karla eru sambærileg.

ÓÞÆGINDI FYRIR ATVINNUREKANDA

Það er ljóst að fæðingarorlof starfsmanns kemur sér oftar en ekki illa fyrir atvinnurekanda og hefur aukinn kostnað í för með sér. Þetta hefur hins vegar alltaf átt við um orlof mæðra og mun áfram gilda um orlof beggja foreldra. Löggjafinn hefur ákveðið hvernig þessum réttinum skuli háttað í ljósi markmiðanna og þar með lagt óbeinar álögur á atvinnulífið. Hugsanlegt er að tvíþættu markmiði laganna yrði eins áð

með öðrum hætti. Mætti til dæmis hugsa sér að réttur foreldra væri framseljanlegur, til dæmis til nákominna sem þá mundu hugsa um barnið og fá orlofsgreiðslur? Með því væri réttur barnsins til samvista

við báða foreldra hins vegar ekki tryggður. Velflestir karlar nýta sér þann rétt að taka fæðingarorlof. Það þykir almennt ekki tiltökumál í dag þótt karl fari í orlof til að sinna ungu barni. Þó eru alltaf einstaklingar sem gera það ekki, s.s. karlar með nokkuð há laun. Svo virðist sem eitthvað sé um það að karlar er vinna í bunkum og fjármálafyrirtækjum taki lítið eða ekkert orlof. Getur verið að umhverfi þeirra gefi þeim þau skilaboð að það sé ekki við hæfi að fara í slíkt orlof? Slæmt er ef svo er. Mikilvægt er að minna feður, mæður og atvinnurekendur á meginmarkmið laganna, það er rétt barns til samvista við bæði föður og móður. Vonandi nýta sem allra flestir feður sér þennan rétt, einnig með það í huga að tryggja jafnrétti kynjanna sem vart verður náð nema bæði karlar og konur taki fullan þátt í að stefna að því markmiði.

Helga Melkorka Ólafsdóttir hdl. og meðeigandi LOGOS lögmannsþjónustu

Fréttablaðið 24.08.2005

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0