Félag um foreldrajafnrétti boðar til aðalfundar félagsins þriðjudaginn, 6. október 2020, kl. 17:30.
Til stóð að fundurinn færi fram í Ármúla 4, 108 Reykjavík en vegna samkomutakmarkanna og aukinna smita í þjóðfélaginu hefur verið ákveðið að halda s.k. fjarfund. Þeir sem hyggjast taka þátt í fundinum er bent á að senda póst á stjorn@foreldrajafnretti.is og fá um hæl sendan hlekk á fundinn. Athugið að ganga þarf frá félagsgjöldum áður en fundur hefst.
Dagskrá og fyrirkomulag aðalfundar er tilgreind í 4. gr. laga félagsins.
Fyrir fundinum liggur tillaga á breytingu á lögum félagsins og breytingu á félagsgjaldi.
Lög félagsins eru aðgengileg á heimasíðu félagsins.
Leave A Comment
You must be logged in to post a comment.