Laugardaginn 11. nóvember, 2006 – Innlendar fréttir

Vilja endurskoðun á meðlagskerfinu

FÉLAG ÁBYRGRA feðra hélt aðalfund sinn fyrir skömmu. Í ályktun frá fundinum segir að félagið fagni því að Alþingi lögfesti sameiginlega forsjá að meginreglu við skilnað foreldra.

 FÉLAG ÁBYRGRA feðra hélt aðalfund sinn fyrir skömmu. Í ályktun frá fundinum segir að félagið fagni því að Alþingi lögfesti sameiginlega forsjá að meginreglu við skilnað foreldra. Félagið harmar aftur á móti að heimila ekki dómurum að dæma í sameiginlega forsjá líkt og lögheimildir eru fyrir í velflestum nágrannaríkjum. Íslenskir dómarar ættu að hafa óheftar hendur við að dæma það sem þeir telji barni fyrir bestu, þ.m.t að tryggja að barn njóti forsjár beggja foreldra eftir skilnað, segir í ályktun fundarins.

Félag ábyrgra feðra hvetur stjórnvöld til að lögfesta sameiginlega forsjá sem meginreglu, fyrir öll nýfædd börn, einnig þegar foreldrar búa ekki saman. Öll börn eiga að hafa sama rétt á að njóta forsjár beggja foreldra sinna, óháð hjúskaparstöðu foreldra. Félag ábyrgra feðra fagnar því að félagsmálaráðherra hefur gert annan sunnudag í nóvember að feðradegi á Íslandi. Feðradagurinn táknræn viðurkenning á mikilvægi föðurhlutverksins í okkar samfélagi.

Félag ábyrgra feðra skorar á ríkisstjórn að endurskoða núverandi meðlagskerfi frá grunni, sem og viðurlög við umgengnistálmunum.

Félag ábyrgra feðra hvetur dómssmálaráðherra til að skipa nýja sifjalaganefnd. Þetta er nauðsynlegt til að fylgjast með réttarþróun erlendis og til að tryggja að íslensk sifjalög tryggi ávallt sem best réttindi barna á Íslandi, segir í ályktuninni.

www.mbl.is

 

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0