Félag um foreldrajafnrétti fordæmir allt ofbeldi gegn börnum hverju nafni sem það nefnist og hver sem gerandinn er. Foreldrafirring er ofbeldi á börnum.
Félagið skorar á alvöru fræðimenn að fjalla um fjölskyldusviptingu og neikvæða innrætingu á Íslandi.
Félag um foreldrajafnrétti vill sérstaklega benda fræðimönnum á að kynna sér vel það sem skrifað hefur verið um foreldrasviptingu PAS (e. parent alienation syndrom) og varast að taka grein Gunnars Hrafns Birgissonar bókstaflega. Frumkenningin um PAS var fyrst sett fram af Richard Gardner árið 1985. Í grein Gunnars gagnrýnir hann meira persónuna Richard Gardner en kenninguna sjálfa og þróun hennar.
Mat félagsins á grein Gunnars er á þá leið að honum sé mest í mun að koma í loftið óhróðri um Félag um foreldrajafnrétti fremur en að fjalla fræðilega um foreldrafirringu. Við teljum að ef Gunnar hefði rök gegn kenningunni þá þyrfti að hann ekki að ráðast að perónunni Richard Gardner og að ef PAS er ekki til þá gæti hann rökstutt það fræðilega án hroka og niðrandi ummæla.
Gunnar fer með margar rangfærslur um Félag um foreldrajafnrétti auk þess sem hann afbakar skoðanir félagsins. Einnig talar hann niðrandi um þá sem ekki hafa sömu skoðun og hann og gerir lítið úr starfsheitum þeirra og menntun. Varla er hægt að búast við að annað í greininni hafi verið gert af meiri fagmennsku.
Svo ég noti nú stíl Gunnars um hann sjálfan þá skráir Gunnar sig hafa lokið prófi í klíniskri sálfræði. Því vill félagið benda á grein sem skrifuð var af ekki ómerkilegri mönnum en honum sem báðir hafa yfirgripsmikla þekkingu á þessum málaflokki og lengri reynslu en Gunnar.
Understanding and Collaboratively Treating Parental Alienation Syndrome by Kenneth H. Waldron, Ph.D. and David E. Joanis, J.D.
Félagið skorar á fræðaheim Íslands að skoða þessi mál af yfirvegun og með hagsmuni barna að leiðarljósi.
Ef að maður á borð við Gunnar Hrafn Birgisson hefði risið upp á sínum tíma og mótmælt því að ofbeldi eða misnotkun geti átt sér stað á upptökuheimilum eins og Breiðuvík þrátt fyrir margar vísbendingar þar um, þá hefði sú barátta ekki orðið honum til framdráttar þegar frá leið.
Eins teljum við að fræðimenn sem rísa upp og afneita því að ákveðinn hópur fólks geti beitt börn sín ofbeldi og órétti séu alls ekki að gæta hagsmuna barna heldur aðeins þessa tiltekna hóps.
Í tilfelli Gunnars Hrafns teljum við hann ganga erinda tálmunarforeldra í stað þess að gæta hagsmuna barna og þar með gera sig óhæfan til að koma að ákvörðunum er varða umgengni og forsjá barna.
Til að gerast meðlimur Félags um foreldrajafnrétti vinsamlega sendið tölvupóst á stjorn@foreldrajafnretti.is með beiðni um aðild og upplýsingum um kennitölu, netfang og símanúmer. Félagsgjald er 2.000,kr á ári.
Um Kenneth H. Waldron, Ph.D.:
Kenneth H. Waldron, Ph.D., is a partner in the firm of Waldron, Kriss and Associates in Middleton, Wisconsin. His practice has been devoted to divorce for over 25 years. Dr. Waldron has provided divorce mediation and arbitration, a range of programs for conflicted parents, including Structured Co-parenting Counseling, expert witness services, assessment and treatment of Parental Alienation Syndrome, and educational programs for divorcing parents. Ken has done research and has published broadly on topics related to children of divorce. He has spoken to numerous groups of judges, attorneys, and mental health providers nationwide, along with having made appearances on television and radio. Ken has trained professionals in six states in Structured Co-parenting Counseling and Structured Co-parenting Training Classes, a specialized program for reducing parenting conflict and increasing effective communication and cooperation between separated parents. Ken is also a principle in DivorceMapping, a company devoted to promoting the use of social science research in the practice of divorce and more family friendly divorce bargaining practices and procedures.
Meiri lesning um PAS fyrir þá sem vilja sjá meira um PAS en út um nálarauga Gunnars Hrafns Birgissonar. Nauðsynleg lesning fyrir alla sem hafa lesið grein Gunnars eða heyrt hann tala.

http://mkg4583.wordpress.com/category/obama/


PasKids.com


Félag um foreldrajafnrétti hvetur alla sem hafa hagsmuni barna að leiðarljósi að kynna sér PA og PAS með opnum huga. Félagið er ekki að fullyrða að PAS sé sjúkdómur eins og Gunnar heldur fram. Félagið hefur aldrei haldið því fram að allir séu geðveikir nema forsjárlausa foreldrið eins og Gunnar segir.


Félagið hvetur hins vegar þá sem þekkja sjúkdómshugtakið áfallastreyturöskun ÁSR (e. Post Trammatic Stress Disorder/PTSD) til að skoða einkenni afleiðingar foreldrafirringar (PA) og bera þetta tvennt saman. Einnig bendum við á þekkt “heilkenni” sem kallast Stokhólmsheilkennið og svipar að okkar mati einnig til afleiðinga PA.

Þetta gæti verið ágæt lesing til að byrja á:

http://mkg4583.wordpress.com/category/obama/


-HH

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0