• Sameiginleg forsjá.
Nú liggur fyrir alþingi ýmsar breytingar á sifjalögum, m.a. er gert ráð fyrir að forsjá verði sjálfkrafa sameiginleg við skilnað. Með þessu er löggjafinn að senda skýr skilaboð út í samfélagið að forsjá barna skuli vera hjá báðum foreldrum óháð hjúskaparstöðu.

• Að dæma fólk í sameiginlega forsjá.
Það er ekki lagt til að dómarar fái heimild til að dæma fólk í sameiginlega forsjá. Ef forsjármál fara fyrir dóm, þá er ríkjandi túlkun laga að dómari verði að dæma öðrum aðila forsjá barnanna, þrátt fyrir að það sé hugsanlega barni fyrir bestu að njóta forsjár beggja foreldra. Rökin hafa verið notuð, að fólk þurfi að vera sammála um að vilja sameiginlega forsjá þar sem að fólk þurfi að vinna saman. Í praksís ræður móðir því hvort hún vilji leyfa föður að halda forsjá eftir skilnað.

Staðreyndin er sú að ef báðir foreldrar fara taplitlir út úr skilnaði þá minnkar hraðar ágreiningsefni eftir skilnað. Ákvörðun um forsjá er yfirleitt tekin þegar ágreiningur er mestur, mitt í skilnaðarferlinu. Þá getur auðveldlega gremja annars aðilans auðveldlega leitt til að hinn aðilinn missi forsjá. Þá situr barn uppi með það að það nýtur ekki lengur forsjár annars foreldris, oftast föðurs síns.

Í ýmsum nágrannalöndum s.s Frakklandi , Svíþjóð, Bretlandi og sumum fylkjum Bandaríkjanna er fólk dæmt í sam forsjá. Þetta er gert ef báðir foreldrar eru hæfir, báðir vilja hafa forsjá, þrátt fyrir að annað vilji hugsanlega hafa eitt forsjánna, og bæði búa í sama hverfi, þá geta dómarara dæmt sameiginlega forsjá, enda sé það barni fyrir bestu þrátt fyrir tímabundinn ágreining foreldra. Foreldrar verða að vinna í því að laga ágreiningsmál sín en barn býr þá til skiptis hjá báðum foreldrum.

Samningar sem þá eru gerðir taka til allra samskipta foreldranna, og foreldrar þurfa að sækja ráðgjöf. Dæmi um skriflega samninga í slíkum málum er að finna á vefslóðinni:
http://ull.chemistry.uakron.edu/parenting/SharedParenting/Sample_Plan.html
og
http://www.spig.clara.net/p-plans/sep-1.htm

Það væri þarft verk fyrir hinn íslenska löggjafa að skoða þessi mál út frá þessum sjónarmiðum.

Sjá nánar: http://ull.chemistry.uakron.edu/parenting/SharedParenting/Sample_Plan.html

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0