Um þessar mundir eru margir áhyggjufullir og kvíðnir vegna þess ástands sem ríkir í málefnum samfélagsins. Þungbærar fréttir dynja á okkur daglega og ákveðið vonleysi grefur um sig. Þessi vanlíðan kemur niður á heilsunni, spillir samskiptum okkar við hvort annað og dregur úr okkur þrótt. Börnin okkar fara ekki varhluta af líðan fullorðna fólksins og eru líka með sínar áhyggjur. Nú ríður á að standa saman og finna nýjar leiðir til að byggja sig upp andlega til nýrrar framtíðar.

Af því tilefni boðar félag um Foreldrajafnrétti til félagsfundar í Árskógum 4 með þemanu 10 LEIÐIR TIL LÍFSHAMINGJU þann 3. desember nk. kl. 20:00. Þar verður farið í gegnum 10 leiðir til að sjá lífið í nýju ljósi og tileinka sér nýjar aðferðir til að efla lífshamingjuna. Leiðirnar 10 byggja á aðferðafræði hjónanámskeiðanna vinsælu sem haldin hafa verið við Hafnarfjarðarkirkju um árabil. Leiðbeinandi er sr.Þórhallur Heimisson.

Rauði þráðurinn á kvöldvökunni er BJARTSÝNI – VIRÐING – SJÁLFSSKOÐUN – UMHYGGJA.
Fundurinn er öllum opinn.

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0