Að sögn breska dagblaðsins Daily Telegraph í dag ákvað stúlkan, sem heitir Libby Rees, að skrifa aðferðirnar niður og sendi hún hugmyndir sínar til nokkurra útgefenda.
Daginn eftir hafði skoska útgáfufélagið Aultbea Publishing samband við Libby og bauð það þeim mæðgum að fljúga til Skotlands til að skrifa undir útgáfusamning. Fyrirtækið hefur áður gert samninga við grunnskólanemendur.
Kathryn Loughnan, móðir stúlkunnar, sagði í samtali við Daily Telegraph, að þær mæðgur hafi rætt málin í kjölfar skilnaðarins. Þegar þær hafi farið í gönguferð með hund sinn hafi stúlkan sagt sér að í hvert sinn sem hún hafi hent priki í burtu handa hundinum að elta hafi hún verið að kasta frá sér einhverju af því sem pirraði hana.
„Við tókum það ekki alvarlega í fyrstu. Síðan fór hún, skrifaði listann og kom aftur og sagðist vilja fá að nota tölvuna. Þegar þeir hringdu frá Aultbea trúði ég ekki mínum eigin eyrum,“ sagði móðirin.
Charles Faulkner, framkvæmdastjóri Aultbea Publishing, sagði Libby yngsta rithöfundinn á mála hjá útgáfufélaginu til þessa.
Hluti peninganna sem Libby fær fyrir sölu bókarinnar munu renna til góðgerðarsamtakanna Save the Children, að sögn Daily Telegraph.
mbl.is
Erlent | mbl.is | 12.12.2005 | 21:09
Leave A Comment
You must be logged in to post a comment.