Lög félagsins

//Lög félagsins
Lög félagsins 2016-03-04T14:09:57+00:00

1. gr.

Félagið heitir Félag um Foreldrajafnrétti. Nota skal undirtitil til að skerpa á þeim áherslum félagsins er lúta að börnum sem búa ekki með báðum foreldrum sínum.

 

2. gr.

Félagið er mannréttindafélag sem stendur fyrir rétti barna til beggja foreldra sinna og jöfnum rétti foreldra til að sinna foreldrahlutverki sínu óháð fjölskyldugerð. Félagið vill stuðla að málefnalegri og upplýstri umræðu um stöðu barna og foreldra, á þann hátt að löggjafinn, framkvæmda- og dómsvaldið tryggi börnum þann rétt að alast upp með báðum foreldrum.

 

3. gr.

Aðalfundur skal að jafnaði haldinn í september ár hvert og boðað skal til hans með auglýsingu a.m.k. tveimur vikum fyrir fund. Á fundinum skal leggja fram reikninga félagsins, sem samþykktir eru af stjórn og félagslegum skoðunarmönnum.

 

4. gr.

Stjórn félagsins skal skipuð níu fulltrúum og fjórum til vara. Á aðalfundi skal kjósa formann sérstaklega til 1 árs. Jafnframt skal kjósa fjóra stjórnarmenn og tvo til vara til 2 ára. Þeir sem vilja gefa kost á sér í stjórn ber að tilkynna það með skriflegum hætti til formanns félagsins að minnsta kosti viku fyrir aðalfund. Kjósa skal tvo félagslega skoðunarmenn til 1 árs. Ef fleiri gefa kost á sér til fomannskjörs, stjórnarsetu eða sem skoðunarmenn, en laus sæti eru á hverjum tíma, skal kjósa á milli þeirra með leynilegri atkvæðagreiðslu.

Ákvæði til bráðarbirgðar: Á aðalfundi 2009 skal kjósa formann til 1 árs, fjóra aðalmenn og tvo varamenn til 1 árs og fjóra aðalmenn og tvo varamenn til 2 ára.

 

5. gr.

Heimilt er að boða til aukaaðalfundar ef sérstakar aðstæður koma upp. Til að boða til aukaaðalfundar verða a.m.k. fimm stjórnarmenn að samþykkja tillögu þess efnis. Um boðun slíks fundar gilda sömu reglur og við boðun aðalfundar. Í fundarboðinu skal koma fram hvað gera skuli á aukaaðalfundi og takmarkast valdsvið fundarins við auglýsta dagskrá.

 

6. gr.

Stjórn Félags um Foreldrajafnrétti fer með æðsta vald félagsins milli aðalfunda. Varamenn skulu boðaðir á stjórnarfundi og hafa kosningarrétt ef aðalmenn mætta ekki. Þeirri koma inn í þeirri röð sem þeir eru kjörnir, varamenn á síðara ári eru númer 1 og 2 en á fyrra ári númer 3 og 4. Stjórn félagsins setur sér siðareglur, brjóti menn þær getur 2/3 stjórnarmanna vikið viðkomandi úr stjórn. Óski viðkomandi eftir því að slík ákvörðun verði lögð fyrir félagsfund skal verða við því svo fljót sem hægt er, einfaldur meirihluti dugar þá til að staðfesta ákvörðun stjórnar.

 

7. gr.

Nýkjörinni stjórn ber að skipta með sér verkum hið fyrsta í störf varaformanns, ritara, gjaldkera og meðstjórnenda. Formaður boðar til stjórnarfunda með tryggilegum hætti og stýrir þeim. Gerðir stjórnarinnar skulu bókfærðar. Stjórnarfundur er ályktunarfær ef fimm stjórnarmenn hið fæsta, sækja fundinn.

 

8. gr.

Félagsgjöld skulu ákveðin á aðalfundi og gilda eitt ár í senn. Þeir einir sem greitt hafa félagsgjöld fyrir liðið starfsár, áður en aðalfundur hefst, hafa atkvæðisrétt.

 

9. gr.

Lögum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi enda skal lagabreytinga getið í fundarboði. Tillögum til lagabreytinga skal skilað til stjórnarinnar eigi síðar en 20 dögum fyrir aðalfund.

 

10. gr.

Til breytinga á félagslögum þarf samþykki 2/3 hluta fundarmanna.

Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi félagsins er haldinn var 10. september 1997 og á aðalfundi 30. september 1998. Lögum þessum var breytt á aðalfundum félagsins 27. september 2000, 4. október 2003, 25.september 2004, 28. september 2006, 4. október 2007, 8. október 2009 og 27. október 2011.