Fréttir

/Fréttir

Barnasáttmálinn 28 ára

Samningu Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (Barnasáttmálinn) á 28 ára afmæli í dag á alþjóðlegum degi barnsins og í tilefni af því verður hér fjallað um tengsl Félags um foreldrajafnrétti við Barnasáttmálann. Megin markmið Félags um foreldrajafnrétti er að krefja og hvetja stjórnvöld til að setja löggjöf til að tryggja réttindi barnsins samkvæmt Barnasáttmálanum sbr. [...]

2018-04-10T00:12:41+00:00 nóvember 20th, 2017|Fréttir, Henda|0 Comments

Framfærslukostnaður barns sbr. Lánasjóð íslenskra námsmanna

Ég hef verið að skoða úthlutunarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) og eins og oft áður þá rek ég mig á forsendur sem ég skil ekki hvaðan eru fengnar. Hvernig getur forsjárfyrirkomulag og lögheimilisskráning barns haft afgerandi áhrif á framfærslukostnað þess? Tökum hér smá dæmi. Jón og Gunna eiga saman eitt barn, Sóley, og þau eru [...]

Blekking Hagstofu Íslands

Hagstofa Íslands gefur út árlega hagtölur sem meðal annars eiga að sýna fram á hvaða þjóðfélagshópar eiga á hættu að lenda í fátækt. Einstæðir foreldrar eru oftast nefndir sem sá þjóðfélagshópur sem hættast er við fátækt og þá oftar en ekki einstæðar mæður. Hagstofa Íslands hefur hins vegar ekki, þrátt fyrir ábendingar þess efnis, tekið [...]

Forvarnir eru besta leiðin

Forvarnir eru besta leiðin - Ráðstefna um forvarnir gegn kynferðisofbeldi sem haldinn verður dagana 23. – 24. apríl 2013 í Háskóla Íslands Aðalfyrirlesari er Celia Brackenridge OBE, Prófessor í íþróttum og menntun við Brunel Háskóla.    

2018-04-10T00:12:41+00:00 febrúar 8th, 2013|Fréttir, Henda|0 Comments

Breytingar á barnalögum taka gildi um áramót

Alþingi hefur þannig eytt þeirri réttaróvissu sem ríkt hefur um réttindi barna og foreldra þeirra frá því það spurðist út að Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, hygðist fresta gildistöku breytinganna um hálft ár. Lögin voru samþykkt á Alþingi 25. júní 2012 en frumvarp þess efnis hafði legið á borðum ráðherra dómamála1 frá 12. janúar 2010 eftir að [...]

2018-04-10T00:12:42+00:00 desember 24th, 2012|Fréttir, Henda|0 Comments

Sameiginlegar ákvarðanir í sameiginlegri forsjá?

Þegar talað er um heimild dómara til þess að dæma sameiginlega forsjá, þá er iðulega fjallað um sameiginlegar ákvarðanir foreldra og hæfni þeirra til þess að taka slíkar ákvarðanir. Undirritaður hefur verið að fara yfir hvað lögin segja um ákvarðanarétt foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barns. (miðað við samþykkt lög sem eiga að taka [...]

2018-04-10T00:12:42+00:00 desember 20th, 2012|Fréttir, Henda|0 Comments

Lögfesting barnasáttmálans

Fimm þingmenn, einn úr hverjum flokki, hafa lagt fram frumvarp til lögfestingar á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Lögfesting sáttmálans hefur þá þýðingu að einstaklingar geta leitað réttar síns samkvæmt samningnum fyrir dómstólum. Þannig mun þessi 23 ára samningur sem staðfestur var á Alþingi Íslendinga fyrir 20 árum loksins öðlast raunverulegt gildi fyrir íslensk [...]

2018-04-10T00:12:42+00:00 október 1st, 2012|Fréttir, Henda|0 Comments

Karlar og jafnréttismál

Fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri Miðvikudaginn 19. september mun Tryggvi Hallgrímsson sérfræðingur á Jafnréttisstofu flytja erindi á jafnréttistorgi í Háskólanum á Akureyri sem fjallar um tengsl karla við jafnréttismál. Félag um foreldrajafnrétti hvetur karla sem áhuga hafa á jafnréttismálum til þess að mæta á erindið. Ljóst er að hvergi í íslensku samfélagi er meiri kynjamismunun [...]

2018-04-10T00:12:42+00:00 september 17th, 2012|Fréttir, Henda|0 Comments

Heiða á tvo tannbursta

"Út frá sjónarmiðum jafnréttis og heilbrigðrar skynsemi þarf því klárlega eitt af tvennu að gerast: Annað hvort þarf að heimila tvöfalt lögheimili barna eða að afnema þann sjálfkrafa umframrétt sem lögheimilið veitir öðru foreldrinu." segir Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og fulltrúi stjórnlagaráðs sem skrifar um foreldrajafnrétti í Fréttablaðinu þann 8. júní 2012. Lesa meira

2018-04-10T00:12:42+00:00 júní 9th, 2012|Fréttir, Henda|0 Comments

Meðlagsgreiðendur eru líka foreldrar

Fréttatilkynning Félag um foreldrajafnrétti vill koma eftirfarandi á framfæri í tengslum við fréttir frá Innheimtustofnun sveitarfélaga um hertar innheimtuaðgerðir. Félag um foreldrajafnrétti vill árétta að meðlagsgreiðendur eru foreldrar sem flestir hverjir annast börn sín með umönnun og framfærslu með beinum hætti auk meðlagsgreiðslna. Það sem aðgreinir þessa foreldra frá öðrum foreldrum er að lögheimili barna [...]

Barnalög (réttindi barns, forsjá, sáttameðferð o.fl.)

Á Alþingi liggur nú frumvarp til breytinga á barnalögum. Innanríkisráðherra mælti fyrir frumvarpinu á síðasta þingi, 778. mál lagafrumvarp 139. löggjafarþingi, en þar er hægt að sjá yfirlit yfir innsend erindi og umsagnir en 32 aðilar hafa skilað inn umsögn. Hér er einnig að finna fyrstu umræðu Alþingis um málið Horfa/Hlusta/Lesa. Frumvarpið hefur nú aftur [...]

2018-04-10T00:12:42+00:00 janúar 27th, 2012|Fréttir, Henda|0 Comments

Íslensk orðanotkun um slæma meðferð

Ekkert orð yfir þá sem fara illa með börn? Hér á eftir eru vangaveltur um orðanotkun varðandi illa meðferð á börnum. Þessi orðanotkun er svo borin saman við orðanotkun á illri meðferð á öðru en börnum og skoðaðir möguleikar á forskeytum á orðið níðingur. Ástæðan fyrir þessum vangaveltum um orðanotkun er sú að nýlega var [...]

2018-04-10T00:12:44+00:00 febrúar 4th, 2011|Fréttir, Henda|0 Comments

Hvað einkennir góða pabba?
Hvernig er góður faðir?

Fjöldi barna á aldrinum 5 - 12 ára hringdu á feðradaginn 14. nóvember inn í þáttinn, Sirrý á sunnudagsmorgnum, til að svara þessum spurningum um hvað einkennir góðan pabba. Öll börnin sem hringdu inn áttu góðan pabba og skilaboðin voru skýr. Góður pabbi eyðir tíma með börnunum sínum og hlustar á þau. Mörg barnanna búa [...]

2018-04-10T00:12:44+00:00 nóvember 16th, 2010|Fréttir, Henda|0 Comments

Ámælisvert brot hjá Stöð 2 í umfjöllun um umgengnismál
Karen Kjartansdóttir, fréttamaður, braut 3. gr. siðareglna. Brotið er ámælisvert.

Þann 8. mars sl. úrskurðaði siðanefnd Blaðamannafélagsins fréttastofu Stöðvar 2 brotlega við 3. grein siðareglna í frétt Karenar Kjartansdóttur um umgengnismál.

Brotið er ámælisvert.

Frétt Karenar var undir því yfirskini að fjalla um niðurstöður rannsóknar ónafngreinds lögfræðings á ofbeldistilvikum tengdum forsjárdeilumálum og notaði hún þar dæmi um innsetningarmál og fór frjálslega með sannleikann.

Þetta er í annað skiptið sem Karen notar niðurstöður þessarar sömu ritgerðar til að búa til frétt sem virðast að margra mati helst til þess fallin að koma á framfæri málsstað félagsskapar foreldra sem brjóta umgengnisrétt barna sinna við hitt foreldrið.

Úrskurður Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands sem Karen Kjartansdóttir hefur verið aðili að síðan 2004 gefur vel til kynna að Karen er tilbúinn að láta sannleikann víkja til að koma á framfæri "vafasömum" boðskap.

2018-04-10T00:12:45+00:00 mars 23rd, 2010|Fréttir, Henda|0 Comments

Barnavernd og fjölmiðlar – Málstofa um barnavernd
á vegum Barnaverndar Reykjavíkur, Félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands og Barnaverndarstofu

á vegum Barnaverndar Reykjavíkur, Félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands og Barnaverndarstofu Fyrirlesarar: Sölvi Tryggvason sjónvarpsmaður fjallar um efnið út frá sjónarhorni fjölmiðla Heiða Björg Pálmadóttir lögfræðingur Barnaverndarstofu fjallar um rétt barns til friðhelgi einkalífs. Tími: Mánudagur 22. febrúar kl. 12.15 - 13.15 Staður: Barnaverndarstofa, Höfðaborg

2018-04-10T00:12:45+00:00 febrúar 18th, 2010|Fréttir, Henda|0 Comments

Vodafone mismunar börnum
Frá Tuma Kolbeinssyni

 

Frá Tuma Kolbeinssyni: "KRAKKAFRELSI heitir nýtt tilboð símafyrirtækisins Vodafone og gengur út á að fólk sem er í svokallaðri Gull þjónustu Vodafone getur fengið kr. 1500 inneign mánaðarlega fyrir GSM síma barna í fjölskyldunni."

KRAKKAFRELSI heitir nýtt tilboð símafyrirtækisins Vodafone og gengur út á að fólk sem er í svokallaðri Gull þjónustu Vodafone getur fengið kr. 1500 inneign mánaðarlega fyrir GSM síma barna í fjölskyldunni. Mér leist vel á tilboðið og hringdi með það sama í þjónustusíma Vodafone til að þiggja þetta kostaboð fyrir stjúpson minn og dóttur en bæði eru þau með gsm-síma hjá Vodafone. Greiðlega gekk að skrá strákinn en ekki stelpuna og skýringin reyndist sú að hún á ekki lögheimili hjá mér. Engu skipti þótt símanúmer hennar væri á mínu nafni og greitt af mér. Taldi ég að þetta hlyti að vera einhver misgáningur og bað um að þetta yrði kannað. Í framhaldinu var mér sent sms með því svari að því miður væri þetta ekki hægt. Engin frekari skýring fylgdi. Mér fannst þetta verulega kúnstugt og hringdi því aftur og talaði við annan þjónustufulltrúa sem var hinn ljúfmannlegasti. Sá skoðaði málið og skildist mér á þeim svörum sem hann fékk að þetta væri of flókið í framkvæmd. Ekki var hægt að fá tala við yfirmann þar sem þeir hefðu ekki viðtalstíma en hann skyldi koma skilaboðum áleiðis og yrði þá allramildilegast haft samband ef fyrirspurnin yrði metin þess verð að ansa henni. Þetta kann að virðast fremur léttvægt mál en þó býr meira undir. Mér finnst ekki léttvægt að mér séu send þau skilaboð að barnið mitt sé annars flokks eins og Vodafone gerir með þessu.

Mál af þessu tagi er því miður ekkert einsdæmi hjá fyrirtækjum eða opinberum stofnunum. Stundum stafar þetta einfaldlega af hugsunarleysi en stundum af forpokun og vanvirðingu gagnvart fjölskyldum þar sem foreldrar búa ekki saman.

TUMI KOLBEINSSON
kennari.

2018-04-10T00:12:45+00:00 febrúar 7th, 2010|Fréttir, Henda|0 Comments

Barnadagur kirkjunnar er 28. desember.
Þórhallur Heimisson bloggaði í tilefni dagsins um málefni skilnaðarbarna.

Þennan dag minnumst við þeirra atburða sem urðu í Betlehem við fæðingu Jesú, þegar Heródes konungur lét myrða öll ungabörn til að Jesús mætti ekki lifa. Þórhallur segir: "Þessi dagur er helgaður öllum börnum í vanda og vil ég sérstaklega í dag íhuga stöðu barna við skilnað."

2018-04-10T00:12:45+00:00 janúar 6th, 2010|Fréttir, Henda|0 Comments