logo

Velkomin á vef Foreldrajafnréttis

Foreldrajafnrétti er mannréttindafélag sem stendur fyrir rétti barna til beggja foreldra sinna og jöfnum rétti foreldra til að sinna foreldrahlutverki sínu óháð fjölskyldugerð. Félagið vill stuðla að málefnalegri og upplýstri umræðu um stöðu barna og foreldra, á þann hátt að löggjafinn, framkvæmda- og dómsvaldið tryggi börnum að sú meginregla Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barns sé virt að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska.

Foreldrajafnrétti er skráð almannaheillafélag á Íslandi og viðurkennt óhagnaðardrifið góðgerðarfélag á alþjóðavísu. Enskt heiti félagsins er Equal Parenting Iceland.

Lögfræðiaðstoð

Lögmaður félagsins, Hilmar Garðars Þorsteinsson, Málsvara lögmannsstofu, býður upp á ókeypis lögfræðiráðgjöf.

Ertu í vandræðum?

Félagið veitir foreldrum og börnum í vandræðum símaráðgjöf í málum sem snerta sameiginlegt uppeldishlutverk foreldra.

Myndbönd

2020-07-01 | Parental Alienation UK | Erin Pizzey

Erin Pizzey discussing Parental Alienation

Erin Pizzey stofnandi fyrsta athvarfs fyrir þolendur heimilisofbeldis ræðir hér um foreldraútilokun og þær hörmulegu afleiðingar sem slík átök á milli foreldra hafa á börn. Hún leggur áherslu á að setja þarfir barna í forgang og hversu brýnt það er að vernda börn og velferð þeirra með því að takast á við foreldraútilokunarmál, sem hún telur vera orðin það algeng að skilgreina megi þau sem faraldur.

2023-10-09 | Morgunverðarfundur | Velferðarvaktin | Hagir umgengnisforeldra

Untitled

Velferðarvaktin stóð fyrir morgunverðarfundi á Hótel Reykjavík Natura mánudaginn 9. október kl. 9.00-10.30 um stöðu og aðstæður foreldra sem ekki deila lögheimili með barni. Kynntar voru helstu niðurstöður nýlegrar rannsóknar á stöðu og aðstæðum foreldra sem ekki deila lögheimili með barni. Velferðarvaktin og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið stóðu að rannsókninni en Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sá um framkvæmd hennar.

Gerast meðlimur

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua. Ut enim ad minim veniam, quis nostrud exercitation ullamco laboris nisi ut aliquip ex ea commodo consequat. 

Styrkja félagið

Félagið veitir foreldrum og börnum í vandræðum símaráðgjöf í málum sem snerta sameiginlegt uppeldishlutverk foreldra.

Fréttir

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
3 weeks ago
Foreldrajafnrétti

Foreldrajafnrétti er stoltur þátttakandi í næstu alþjóðlegu ráðstefnu PASG um foreldraútilokun sem haldin verður í Osló 4-6. september 2024. Deilið endilega með fagaðilum og öðrum sem vinna að málum þar sem börn missa tengsl við foreldri í kjölfar skilnaða. Skráning fer fram á síðu www.pasg.no.We are excited to share news about the next International Conference on Parental Alienation, hosted by PASG (Parental Alienation Study Group) in Norway. Save the date: September 4-9 in Oslo, Norway. Join a global network of specialists and engage in vital conversations about this important topic. Early bird spots are available at www.pasg.no before May 1st. ... See MoreSee Less

Foreldrajafnrétti er stoltur þátttakandi í næstu alþjóðlegu ráðstefnu PASG um foreldraútilokun sem haldin verður í Osló 4-6. september 2024. Deilið endilega með fagaðilum og öðrum sem vinna að málum þar sem börn missa tengsl við foreldri í kjölfar skilnaða. Skráning fer fram á síðu www.pasg.no.
2 months ago
Foreldrajafnrétti

Námskeið um foreldraútilokun hefjast í næstu viku og eru ætluð foreldrum og aðstandendum sem og fagfólki sem hefur aðkomu að skilnuðum þar sem börn eiga í hlut. Nánari upplýsingar er að finna á foreldrajafnretti.is/namskeid/ ... See MoreSee Less

3 months ago
Foreldrajafnrétti

Foreldrajafnrétti býður nú upp á fræðslunámskeið um foreldraútilokun. Námskeiðin hefjast í febrúar og eru ætluð bæði foreldrum og aðstandendum sem og fagfólki sem hefur aðkomu að skilnuðum þar sem börn eiga í hlut. Nánari upplýsingar er að finna á foreldrajafnretti.is/namskeid/ ... See MoreSee Less

Foreldrajafnrétti býður nú upp á fræðslunámskeið um foreldraútilokun. Námskeiðin hefjast í febrúar og eru ætluð bæði foreldrum og aðstandendum sem og fagfólki sem hefur aðkomu að skilnuðum þar sem börn eiga í hlut. Nánari upplýsingar er að finna á https://foreldrajafnretti.is/namskeid/
4 months ago
Foreldrajafnrétti

Virðum umgengnisrétt barna.

Um áramót fá ekki öll börn að kasta kveðju á fjölskyldu sína. Börn sem eru þolendur foreldraútilokunar eru oft hindruð í að hafa samband við annað foreldri sitt, afa eða ömmu og jafnvel allan þann helming fjölskyldu sinnar. Foreldraútilokun getur skaðað börn varanlega.

Myndband þetta er framleitt af Börnin okkar árið 2016.
... See MoreSee Less

Load more