Til Stjórnlagaráðs

Félag um foreldrajafnrétti skorar á stjórnlagaráð að koma inn í drög að stjórnarskrá Íslands tveimur ákvæðum um mannréttindi. Annars vegar ákvæði um að alþjóðlegir samningar sem fullgiltir hafa verið af íslenskum stjórnvöldum öðlist löggildingu samhliða fullgildingu. Mjög mismunandi er milli landa hvernig farið er með slíka fullgilda samninga og mörg lönd hafa þá reglu að…

Ofbeldi í nánum samböndum

Niðurstöður alþjóðlegrar rannsóknar á ofbeldi í nánum parasamböndum karls og konu sína að oftast beita báðir aðilar ofbeldi í parasambandi þar sem ofbeldi er, því næst er það einungis konan sem beitir ofbeldi en sjaldnast er það karlinn eingöngu. Þegar um alvarlegt ofbeldi er að ræða þá eru enn báðir aðilar gerendur í meirihluta, því næst konur og síðast karlar…

Ofbeldi gegn börnum – Samfélagsleg vernd

„Gerendur í ofbeldismálum gegn börnum eru oftast konur og greina má ýmislegt sammerkt með þeim og þeirra lífi. Þá virðist sem drengir séu frekar þolendur líkamlegs ofbeldis en stúlkur þolendur andlegs ofbeldis. Vanræksla hvers konar birtist jafnt gegn báðum kynjum.“ Lokaverkefni til BA gráðu í félagsráðgjöf, Eyrún Hafþórsdóttir Verkefnið er hér í heild sinni. Útdráttur…

Dómaraheimild í dönskum lögum

Danskir dómarar hafa ekki aðeins heimild til þess að dæma í sameiginlega forsjá heldur þurfa þeir að hafa ríkar ástæður til þess að dæma á annan veg. Dómaraheimildin er í öðrum kafla laganna undir 11. grein svohljóðandi. Danska: § 11. Er forældre, der har fælles forældremyndighed, og som ikke lever sammen, ikke enige om forældremyndigheden, afgør…

Barnalög, 1. umræða á Alþingi – Breytingum kollvarpað

Ögmundur Jónasson treysti sér ekki til þess að ræða barnalögin af nokkurri þekkingu eða viti þegar hann mælti fyrir nýju frumvarpi til breytinga á barnalögum og þingmenn hlógu að vanþekkingu ráðherrans. En nú liggur það fyrir að Ögmundur hefur umturnað allri þeirri vinnu sem lögð hefur verið í þessa frumvarpsgerð. Ísland verður áfram eina landið…

Átta ára drengur óskar eftir íbúð

Málþing Barnaheilla – Save the Children á Íslandi um börn sem búa við heimilisofbeldi verður fimmtudaginn 17. febrúar nk. á Hilton Reykjavík Nordica frá kl. 9-13. Markmið málþingsins er að vekja umræður um mikilvægi þess að börnum sem búa við kynbundið ofbeldi á heimilum sínum sé gefin gaumur og þau fái nauðsynlegan stuðning og aðstoð.…

Íslensk orðanotkun um slæma meðferð

Ekkert orð yfir þá sem fara illa með börn? Hér á eftir eru vangaveltur um orðanotkun varðandi illa meðferð á börnum. Þessi orðanotkun er svo borin saman við orðanotkun á illri meðferð á öðru en börnum og skoðaðir möguleikar á forskeytum á orðið níðingur. Ástæðan fyrir þessum vangaveltum um orðanotkun er sú að nýlega var…

Jafnréttisþing – Allir velkomnir – Skráning

Félag um foreldrajafnrétti minnir á Jafnréttisþing sem haldið verður næstkomandi föstudag á Nordica Hilton Reykjavík. Jafnréttisþingið er öllum opið og aðgangur er ókeypis. Skráning fer fram hér á vef Velferðarráðuneytisins en skráningarfrestur rennur út miðvikudaginn 2. febrúar. Sækja dagskrá þingsins Deildu með öðrum …Facebook0Google+0LinkedinTwitterPinterest0Reddit0

Áfram pabbar!

„Karlmenn hafa ekki jafnan rétt og konur sem foreldri. Réttur kvenna er oftast nær meiri. Vissulega gengur konan með barnið og fæðir það fyrstu mánuðina ef hún kýs það, að því loknu er ekki ýkja margt sem hún gerir umfram karlinn.“ „Gefum feðrum strax tækifæri á tengslamyndun við börnin sín. Sýnum traust og virðingu, því…

RG lögmenn ehf og Félag um foreldrajafnrétti

RG lögmenn ehf og Félag um foreldrajafnrétti hafa náð samkomulagi um að hefja samstarf. RG lögmenn munu veita félagsmönnum ráðleggingar og 15% afslátt af útseldri vinnu. RG lögmenn mun jafnframt veita félaginu ráðleggingar og verða þvi innan handar þegar þess gerist þörf eftir nánari samkomulagi. RG Lögmenn eru til húsa að Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði, s.…

Fjölskyldan saman um hátíðirnar

„Á þessum tímum er sérstaklega mikilvægt að virða rétt barna til að njóta samvista við báða foreldra sína og aðra fjölskyldumeðlimi. Það er hlutverk foreldra að tryggja rétt barna sem búa ekki með báðum foreldrum að þau fái tækifæri til þess að njóta samvista með því foreldri sem ekki býr á heimilinu.“ [iframe http://barn.is/barn/adalsida/frettir/frettir_2010/?ew_news_onlyarea=CenterArea&ew_news_onlyposition=4&cat_id=75287&ew_4_a_id=371696 100%…

Meint meðlagssvik tilkynnt dag hvern

Fréttablaðið í dag fjallar um meðlagssvik á forsíðu sinni. „Ef fólkið þrætir fyrir ranga skráningu er málið sent til lögreglu, sem grefst fyrir um búsetuhagina. Á meðan á þessu ferli stendur heldur fólkið óbreyttum bótum.“ „Greint hefur verið frá því að meðlagsgreiðendur skulda hinu opinbera nú um 20 milljarða króna. Jón Ingvar segir þessar tölur…

Aldrei hjá föður á aðfangadegi jóla

Þar sem jólin er nú alveg á næstu dögum, þá þykir okkur rétt að minna á grein sem Stefán Guðmundsson skrifaði í Morgunblaðið árið 2005 um fáránlega afstöðu stjórnvalda til umgengni barna við foreldra sína um jólin. Greinin vakti mikla athygli á sínum tima. Stjórnvöld eru þó enn steingerð í þessum málum. „Það er auðvitað…

Meðlagsskuldir rúmir 20 milljarðar

Það er staðreynd að meðlagskerfið hér á landi er steinrunnið, m.a. vegna þess að það tekur ekki tillit til umfangs samvista barns við föður. það tekur ekki tillit til tekna móður. það tekur ekkert tillit til ferðakostnaðar.  Ísland eitt landa í hinum vestræna heimi dæmir að ferðakostnaður sé ekki sameiginlegur heldur alfarið á hendur föður…

Börnin aftur til ofbeldismannsins

Barnaverndarnefnd Reykjavíkur ákvað í dag að börn ofbeldismanns, sem Hæstiréttur staðfesti í gær að skyldu vistuð utan heimilis í tvo mánuði, skyldi komið aftur til ofbeldismannsins. Er það þvert á ráðleggingar starfsmanna Barnaverndar.  Beitti ofbeldismaðurinn börnin m.a. ofbeldi og lét þau sofa út í bíl á meðan hann spilaði í spilakössum en ofbeldismaðurinn er einnig…

Hvað einkennir góða pabba?
Hvernig er góður faðir?

Fjöldi barna á aldrinum 5 – 12 ára hringdu á feðradaginn 14. nóvember inn í þáttinn, Sirrý á sunnudagsmorgnum, til að svara þessum spurningum um hvað einkennir góðan pabba. Öll börnin sem hringdu inn áttu góðan pabba og skilaboðin voru skýr. Góður pabbi eyðir tíma með börnunum sínum og hlustar á þau. Mörg barnanna búa…

Konur fá 95,5% meðlags frá TR en karlar 4,5%

Launamunur kynjanna hefur mikið verið í umræðunni nú undanfarna daga í tengslum við kvennafrídaginn. Margvíslegar skoðanir eru uppi um hvað sé til ráða til að koma á launajafnrétti í landinu. Kvenréttindahreyfingar forðast það þó eins og heitann eldinn að takast á við rót vandans. Þ.e. ábyrgð og einkarétt kvenna á börnum. Á meðan konur bera…