Feður og gjaldþrot

Í október 2003 er meðlag kr. 15.558- á mánuði. Fjöldi barna sem greitt er með var 1. desember 2001 20.998. Þeir sem greiða meðlög eru 12.062 (11.621 karlar og 441 kona). Þeir sem þiggja meðlög eru síðan 15.635 (upplýsingar frá Innheimtustofnun kyngreina ekki móttakendur meðlags).

Meðlagsauki

Forsjárlaust foreldri sem hefur af því mikinn kostnað að rækja umgengni við barn sitt eða börn verður að telja þann kostnað sem röksemd gegn kröfum forsjárforeldris um meðlagsauka.

Meðlag og bætur hins opinbera
Meðlag og bætur hins opinbera misrétti út frá forsjá/lögheimili barna.

Meðlag er oft álitið eiga að duga fyrir helmingi alls kostnaðar við uppeldi barna. Félag ábyrgra feðra telur eðlilegt að fráskildir foreldrar taki sem jafnastan þátt í lífi barna sinna og þar með talið að bera kostnaðinn af uppeldi þeirra. Félag ábyrgra feðra telur jafn eðlilegt að foreldrar beri kostnaðinn að veigamiklu leyti eftir umgengni barnsins hjá þeim. Félagið vill vinna að því jafnréttismáli að foreldrar annist börn sín á sem jafnastan hátt, hvort heldur þau eru í hjónabandi, sambúð eða skilin. Á sama hátt telur Félag ábyrgra feðra eðlilegt að hið opinbera vinni að því að jafna sem mest aðstöðu foreldra eftir skilnað til að gera þeim kleift að sinna börnum sínum á sem jafnastan hátt. Það er augljósasta skrefið sem hið opinbera getur tekið til að auka velsæld þeirra barna sem eiga fráskilda foreldra.

Meðlagsgreiðendur

Úr Ársuppgjöri 2002
frá Innheimtustofnun sveitarfélaga;

meðlag, fjöldi greiðenda og slíkt.

Upphæð meðlags: kr. 15.558

Börn sem greitt er með: 20.998

Móttakendur: 15.635

12.062 meðlagsgreiðendur
– 11.621 karl
441 kona
20.998 sem greitt er með
15.635 sem þiggja meðlag

Áhrif skilnaðar og föðurleysis á börn

Oft er sagt að börn fráskilinna foreldra lendi fremur á refilstigum en önnur börn. Þessi goðsaga er í senn lífseig lygi og hættulegur hálfsannleikur. Staðreyndin er sú samkvæmt bandarískum rannsóknum að því minna sem barnið hefur af föður sínum að segja eftir skilnað því hættara er barninu við að lenda á villigötum samfélagsins.

Svertun ímyndar

Einn versti liðurinn í föðursviptingu eru falskar ásakanir, þar sem faðirinn er borinn röngum sakargiftum. Þessar fölsku ásakanir fylgja síðan föðurnum í öllu kerfinu því að kerfið, félagsráðgjafar, sálfræðingar, jafnvel lögfræðingar og sýslumenn telja sig gera börnunum greiða með því að leyfa þeim að njóta vafans. Að njóta vafans þýðir um leið að svipta barnið föður sínum.

Meðlagsgreiðendur

Úr Ársuppgjöri 2002
frá Innheimtustofnun sveitarfélaga;

meðlag, fjöldi greiðenda og slíkt.

Upphæð meðlags: kr. 15.558

Börn sem greitt er með: 20.998

Móttakendur: 15.635

12.062 meðlagsgreiðendur
– 11.621 karl
441 kona
20.998 sem greitt er með
15.635 sem þiggja meðlag