Meðlagsgreiðendur eru líka foreldrar

Fréttatilkynning Félag um foreldrajafnrétti vill koma eftirfarandi á framfæri í tengslum við fréttir frá Innheimtustofnun sveitarfélaga um hertar innheimtuaðgerðir. Félag um foreldrajafnrétti vill árétta að meðlagsgreiðendur eru foreldrar sem flestir hverjir annast börn sín með umönnun og framfærslu með beinum hætti auk meðlagsgreiðslna. Það sem aðgreinir þessa foreldra frá öðrum foreldrum er að lögheimili barna…

Foreldrajafnrétti eða réttur barns?

Nokkurrar oftúlkunar eða mistúlkunar virðist gæta á hugtakinu foreldrajafnrétti í almennri umræðu og jafnvel fræðilegri. Þannig segir til dæmis í frumvarpi til breytinga á barnalögumað full samstaða sé um það á öllum Norðurlöndunum að þarfir barns verði að vega þyngra en sjónarmið um jafnrétti foreldra. Þannig er látið að því liggja að jafnrétti foreldra geti…

Ákvörðun um umgengni

Hvernig taka fulltrúar sýslumanna ákvarðanir um umgengni? Hér er texti úr greinargerð með barnalögum nr. 76/2003: Í úrskurði um umgengni er kveðið á um inntak umgengninnar og oft einhver nánari fyrirmæli um framkvæmd hennar. Til margs verður að líta þegar úrskurða þarf um umgengni eftir því sem hverju einstöku barni þykir koma best en ákvörðunin…

Í hvað á meðlagið að fara? – Hugleiðing úr íslenskum raunveruleika.

Meðlagsgreiðslur eru oftar en ekki í umræðunni í samfélaginu og snúast þá aðallega um hvort meðlagið sé of hátt eða lágt. Viðhorf manna á þessu fer jafnan eftir því hvort viðkomandi fær greitt meðlag eða þarf að greiða meðlag sjálfur. Þeir sem tilheyra fyrri hópnum, þ.e. þeim sem fá greitt meðlag, finnst meðlagið oft allt…

Barnasáttmálinn, Samingur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins

Þann 20. nóvember 1989 varð til Samningur sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Þremur árum síðar eða 2. nóvember 1992 staðfesti Alþingi Íslendinga þennan samning og þóttust menn meiri að tryggja börnum þessi réttindi. Hins vegar þegar Alþingi staðfestir samninginn, þá er í raun var aðeins verið að staðfesta að þessi samningur sé til en samingurinn…

Af hverju bara á Íslandi?

Ráðstefna Háskólinn í Reykjavík 10. febrúar 2012 salur V101 13:30 – 16:00 Félag um foreldrajafnrétti efnir til ráðstefnu vegna fyrirhugaðra breytinga á barnalögum varðandi forsjá, umgengni og fleira. Ráðstefnan mun fjalla um heimild dómara til að ákveða hvort foreldrar fari sameiginlega með forsjá barns en jafnframt verður komið inn á aðra þætti fyrirhugaðra breytinga. Dagskrá:…

Barnalög (réttindi barns, forsjá, sáttameðferð o.fl.)

Á Alþingi liggur nú frumvarp til breytinga á barnalögum. Innanríkisráðherra mælti fyrir frumvarpinu á síðasta þingi, 778. mál lagafrumvarp 139. löggjafarþingi, en þar er hægt að sjá yfirlit yfir innsend erindi og umsagnir en 32 aðilar hafa skilað inn umsögn. Hér er einnig að finna fyrstu umræðu Alþingis um málið Horfa/Hlusta/Lesa. Frumvarpið hefur nú aftur…

Ömmur og afar nauðsynleg þroska barna

Fram kemur í frétt á visir.is að ömmur og afar séu nauðsynleg þroska barna samkvæmt nýlegri rannsókn. Þar af leiðir að umgengnistálmun þar sem ömmur og afar fá ekki að umgangast barnabörn sín hlýtur að geta talist til tilfinningalegrar og sálrænnar vanrækslu samkvæmt flokkunarkerfi (SOF-kerfið) Barnaverndarstofu. Á margan hátt eru tilefnislausar umgengnistálmanir bæði vanræksla og…

Sjálfstæðisflokkurinn segir mörg börn eiga tvö heimili, tvær fjölskyldur

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði í dag um málefni barna sem búa á tveimur heimilum. Félag um foreldrajafnrétti telur óhætt er að áætla að um 12 til 15 þúsund börn eigi tvö heimili á Íslandi og jafnvel fleiri. Mörg þessara barna, eða allt að 5000 börn búa aðra hvora viku á hvoru heimili. Annað heimili þessara barna…

Sjálfstæðisflokkurinn gefur Barnasáttmálanum afmælisgjöf

Segja má að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gefið börnum loforð í tilefni af 22 ára afmælisdags Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sem er best þekktur undir nafninu Barnasáttmálinn. Þann 20. nóvember 1989 varð til Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Þremur árum síðar eða 2. nóvember 1992 staðfesti Alþingi Íslendinga tilveru þessa samnings. Staðfesting samnings gefur…

Sjálfstæðisflokkurinn harmar úrræðaleysi í umgengnistálmunum

Á landsfundi Sjálfstæðisflokks í dag var samþykkt ályktun um velferðarmál þar sem Sjálfstæðisflokkurinn harmar það úrræðaleysi sem blasir við í umgengnistálmunum í dag. Í ályktuninni segir: Umgengnistálmanir eru brot á rétti barna til þess að umgangast annað foreldri sitt samkvæmt lögformlegum úrskurðum og mannréttindaákvæðum. Lagt er til að mál þar sem forsjáraðili barns beitir umgengistálmunum,…

Sjálfstæðisflokkurinn vill að foreldrajafnrétti verði tryggt

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði í dag um réttindi barna til foreldra sinna. Undir fyrirsögninni Foreldrajafnrétti í ályktun um velferðarmál segir að Sjálfstæðisflokkurinn vilji að barnalögum verði breytt á þann hátt að foreldrajafnrétti verði tryggt. Þau atriði sem talin eru upp varðandi breytingar á barnalögum eru: Nauðsynlegt er að dómarar fái heimild til að dæma foreldrum sameiginlega…

Tengsl barna við föður eru best í viku/viku búsetu

Í nýrri rannsókn sem náði til 200.000 barna og unglinga í 36 löndum kemur fram að tengsl barna við föður eru betri en þegar báðir foreldrar búa saman. Tengsl barna við báða foreldra eru betri hjá börnum sem búa jafnt hjá báðum foreldrum en hjá þeim börnum sem búa hjá einstæðu foreldri. Börn í jafnri…

Foreldradagurinn 2011 – málþing Heimilis og skóla

Föstudaginn 18. nóvember næstkomandi verður haldið fulltrúaráðsþing Heimilis og skóla og Foreldradagurinn 2011, málþing Heimilis og skóla um foreldrafærni. Foreldradagurinn er málþing Heimilis og skóla ætlað foreldrum. Markmiðið er að veita hagnýtar upplýsingar um uppeldisaðferðir. Hvatt er til umræðu um foreldrafærni og að foreldrar ígrundi foreldrahlutverkið. Komdu og hlustaðu á reynslumikla fyrirlesara og veldu hagnýta…

Fjármál í stjúpfjölskyldu – pæling 8

Hvaða fyrirkomulag er heppilegt á fjármálum í stjúpfjölskyldum? Pæling 8 í Samfélaginu í nærmynd Valgerður Halldórsdóttir, formaður Stjúptengsla, fjallar um fjármál í stjúpfjölskyldum í Samfélaginu í nærmynd.   Heimasíða Stjúptengsla er http://stjuptengsl.is Deildu með öðrum …Facebook0Google+0LinkedinTwitterPinterest0Reddit0

Sameiginleg forsjá – heimild dómara

Á morgun föstudag er haldin ráðstefna um dómaraheimild. Aðalfyrirlestur ráðstefnunnar ber heitið „Enforced to cooperate …“. Langur vegur er á milli titils aðalfyrirlestursins og titils ráðstefnunnar enda eru foreldrar ekki dæmdir í samvinnu þó forsjá sé sameiginleg. Það vekur því mikla furðu hversu langt er gengið til að koma í veg fyrir þá sjálfsögðu réttarbót…

Aðalfundur og skýrsla stjórnar

Aðalfundur Félags um foreldrajafnrétti verður haldinn fimmtudaginn 27. október kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn í Árskógum 4, Reykjavík. Allir velkomnir á fundinn en aðeins þeir sem hafa geitt félagsgjald hafa kosningarrétt. Vinsamlega kynnið ykkur lög félagsins ef þið hafið áhuga á að vera með. Kynnið ykkur skýrslu stjórnar fyrir aðalfund. Lög félagsins er að finna…

Bótaskylda vegna úrræðaleysis í umgengnistálmunum segir Mannréttindadómstóll Evrópu

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt Ungverjaland til að borga írskum föður 32.000 evrur eða rúmar 5,2 milljónir íslenskra króna vegna úrræðaleysis í umgengnistálmun. Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði nýlega að Ungverjaland yrði að borga 32.000 evrur til írsks föður sem býr í Frakklandi en faðirinn hafði ekki fengið að sjá dóttur sína í þrjú og hálft ár. Dóttirin…

Í dag 26. júlí er alþjóðadagur afa og ömmu

Í dag er dagurinn til að gefa afa og ömmu blóm eða annan glaðning. 🙂 Í tilefni af deginum viljum við vekja athygli á rannsókn á sýn ömmu og afa á skilnað og jafna búsetu barna eftir þær Sigrúnu Júlíusdóttur og Sólveigu Sigurðardóttur (2010). Fjórðungur skilnaðarbarna búa jafnt hjá báðum foreldrum eftir skilnað og langoftast…

Feður í Evrópu taka höndum saman

Stofnfundur samtakanna Platform for European Fathers verður haldinn í dag, mánudaginn 27. júní í höfuðstöðvum Evrópusambandsins í Brussel. Fulltrúar 17 samtaka frá 12 löndum innan Evrópu munu koma þar saman til að stilla saman strengi í baráttunni fyrir bættum gagnkvæmum rétti feðra og barna til að njóta samvista hvors annars. Félag um foreldrajafnrétti er eitt…