Karlar og jafnréttismál

/, Henda/Karlar og jafnréttismál

Karlar og jafnréttismál

Fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri

Miðvikudaginn 19. september mun Tryggvi Hallgrímsson sérfræðingur á Jafnréttisstofu flytja erindi á jafnréttistorgi í Háskólanum á Akureyri sem fjallar um tengsl karla við jafnréttismál.

Félag um foreldrajafnrétti hvetur karla sem áhuga hafa á jafnréttismálum til þess að mæta á erindið.

Ljóst er að hvergi í íslensku samfélagi er meiri kynjamismunun en í sifjamálum og þá helst þegar foreldrar búa ekki saman. Sjá nánar í bæklingi félagsins Hvers vegna? frá 2009.

Á Jafnréttisþingi 2011 var málstofa undir heitinu “Koma svo strákar! Framlag karla til jafnréttismála” en þar var Tryggvi Hallgrímsson með erindi og sat í pallborði.

Fulltrúar Félags um foreldrajafnrétti mættu á þessa málstofu í þeirri trú að þar væri verið að kalla á karlmenn til þátttöku í jafnréttismálum. Það kom hins vegar á daginn að forsvarsmenn málstofunnar og sendisveit Jafnréttisstofu voru að leita að karlmönnum til þátttöku í kvenréttismálum eingöngu en ekki jafnréttismálum í skilningi jafnréttis fyrir bæði kynin.

Spurning hvort erindið næstkomandi miðvikudag fjalli um jafnréttismál og þá sifjamál þar sem mest mismunun er eða hvort enn sé verið að kalla á karlmenn til þátttöku í kvenréttindum eingöngu.

Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn má finna á síðu jafnréttisstofu.

2018-04-10T00:12:42+00:00september 17th, 2012|Fréttir, Henda|0 Comments

Leave A Comment