Foreldrajafnrétti eða réttur barns?

/, Jafnrétti, Mannréttindi/Foreldrajafnrétti eða réttur barns?

Foreldrajafnrétti eða réttur barns?

Nokkurrar oftúlkunar eða mistúlkunar virðist gæta á hugtakinu foreldrajafnrétti í almennri umræðu og jafnvel fræðilegri. Þannig segir til dæmis í frumvarpi til breytinga á barnalögumað full samstaða sé um það á öllum Norðurlöndunum að þarfir barns verði að vega þyngra en sjónarmið um jafnrétti foreldra. Þannig er látið að því liggja að jafnrétti foreldra geti jafnvel gengið gegn þörfum barns.

Til að átta okkur betur á hugtakinu jafnrétti þá er rétt að benda á að andheiti jafnréttis er misrétti.

Í þessu sambandi er rétt að benda á nokkrar grundvallargreinar Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna þar sem fjallað er um jafnrétti einstaklinga:

1. gr.    Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Allir eru gæddir skynsemi og samvisku, og ber að breyta bróðurlega hverjum við annan.

7. gr.    Allir skulu jafnir fyrir lögunum og eiga rétt á jafnri vernd þeirra, án nokkurrar mismununar. Ber öllum jafn réttur til verndar gegn hvers konar mismunun, sem í bága brýtur við yfirlýsingu þessa, svo og gagnvart hvers konar áeggjan til slíkrar mismununar.

10. gr.  Allir skulu jafnir fyrir dómstólum og njóta réttlátrar, opinberrar málsmeðferðar fyrir óháðum og óhlutdrægum dómi, þegar skorið er úr um réttindi þeirra og skyldur eða sök sem þeir eru bornir um refsivert brot.

12. gr.  Eigi má að geðþótta raska einkalífi, fjölskyldulífi, heimili eða bréfaskriftum nokkurs einstaklings, né heldur ráðast á æru hans eða mannorð. Ber öllum lagavernd gagnvart slíkum afskiptum eða árásum.

29. gr. 

2. mgr. Við beitingu réttinda sinna og frelsis, skulu allir háðir þeim takmörkunum einum sem settar eru með lögum í því skyni að tryggja viðurkenningu á og virðingu fyrir réttindum og frelsi annarra og til þess að fullnægja réttlátum kröfum um siðgæði, almannareglu og velferð almennings í lýðfrjálsu þjóðfélagi.

3. mgr. Réttindum þessum og frelsi má aldrei beita þannig, að í bága fari við markmið og grundvallarreglur Sameinuðu þjóðanna.

30. gr.  Ekkert í yfirlýsingu þessari má túlka á þann veg að nokkru ríki, hópi eða einstaklingi sé heimilt að aðhafast nokkuð það er stefni að því að gera að engu einhver þau réttindi eða frelsi sem hér hafa verið upp talin.

 

Foreldrajafnrétti er jafngilt öðru jafnrétti samkvæmt Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna.

Þegar foreldri er svipt forsjá eða umgengni til þess að vernda barn fyrir foreldrinu af gefnu tilefni, þá gengur það ekki gegn foreldrajafnrétti. Enda er það í takt við önnur mannréttindi að réttindi einstaklinga takmarkast við það að þau mega ekki ganga gegn mannréttindum annarra einstaklinga.

Þegar hins vegar foreldri er svipt forsjá af því hitt foreldrið vill fara eitt með forsjá eða af því dómari hefur ekki heimild til þess að dæma það sem barni er fyrir bestu, þá gengur það gegn foreldrajafnrétti.

Þegar löggjafinn, framkvæmdavaldið eða dómsvaldið tekur ákvarðanir út frá hagsmunum annars foreldrisins byggðu á til dæmis kynferði foreldris, þá gengur það bæði gegn jafnrétti foreldra og hagsmunum barns. Enda geta hagsmunir barns ekki verið í forgangi þegar hagsmunir annars foreldrisins eru látnir ráða.

Félag um foreldrajafnrétti telur að löggjafinn, framkvæmdavaldið og jafnvel en þó síst dómsvaldið taki ákvarðanir sem byggja á hagsmunum móður. Með því móti telur félagið að stjórnvöld gangi gegn hvoru tveggja hagsmunum barna og jafnrétti foreldra.

Jafnrétti foreldra og hagsmunir barns eru því hugtök sem fara algerlega saman þar sem foreldramisrétti gengur gegn hagsmunum barns.

-HH

2018-04-10T00:12:42+00:00 apríl 15th, 2012|Henda, Jafnrétti, Mannréttindi|1 Comment

One Comment

  1. barrett 30/04/2012 at 17:07

    veit litið hvar eg get tjáð mig, þannig er að eg a 1 barn ur fyrri sammbúð og bjuggum saman þar til barnið varð 7 ara, og í fyrstu var ákveðið sameiginlegt forræði enn svo var það þannig að syslumaður var i sumarfríi og ekkert gert a meðan enn barnsmóðir min tulkaði það a þann veg að eg vildi ekki ganga frá malinu þó svo að allir vissu annað og hun þá tok hun sig til og heimtaði forræði eg neitaði þvi og þá kom dómsvaldið inni, enn það sem brennir mig mest er að forræði er heimtað utaf þvi að hun vill það bara og virðist ættla fá það i gegn þetta er ekki gert fyrir barnið þar sem hun vill bua hja okkur baðum og unir ser best i skola hja mer enn stritt mikið i skola hja moður, nu siðast neitaði moður að fara i sáttarmeðferð ástæða ,vill ekki ræða við mig,, og kemmst upp með það, það væri hagur barns þarna að lata dæma sameiginlegt þar sem gremja er enn i gangi og hverfur ef lagt er i það, og nu er stjupforeldri komið inni spilin hja moður og kvartar barn oft undan honum þar sem hann talar illa umm pabba hennar við barnið, og moðir sendir skilaboð með barninu sem koma henni ekki við svo brotnar barnið oft saman hja mer utaf pirring sem eg skil vel þar sem eg er skilnaðarbarn,, HVAR ER RÉTTLÆTIÐ ?????? plis hvar er það á að dæma oðrum forræði utaf erjum foreldra a milli og það sem verst er að moðir hefur ameriskt vegabref og hefur alltaf villjað flytja ut hvað þá a að dæma mann fyrir að eiga barn villja hjalpa móður villja barni fyrir bestu og vera sa sem heldur friðin er það sokótt eg veit ekki hvað eg geri ef eg tapa þessu, enn ef eg vinn þá skal eg strax lata móður hafa sameiginlegt með mer þvi eg þarf ekki tilgangslaust vald!!! það er loforð

Leave A Comment