Barnalög (réttindi barns, forsjá, sáttameðferð o.fl.)

/, Henda/Barnalög (réttindi barns, forsjá, sáttameðferð o.fl.)

Barnalög (réttindi barns, forsjá, sáttameðferð o.fl.)

Á Alþingi liggur nú frumvarp til breytinga á barnalögum. Innanríkisráðherra mælti fyrir frumvarpinu á síðasta þingi, 778. mál lagafrumvarp 139. löggjafarþingi, en þar er hægt að sjá yfirlit yfir innsend erindi og umsagnir en 32 aðilar hafa skilað inn umsögn. Hér er einnig að finna fyrstu umræðu Alþingis um málið Horfa/Hlusta/Lesa.

Frumvarpið hefur nú aftur verið lagt fram í óbreyttri mynd, 290. mál lagafrumvarp 140. löggjafarþingi. en engin umræða hefur farið fram og umsagnir eru aðeins aðgengilegar í gegnum 778. mál frá fyrra þingi.

Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á réttindum barna til foreldra sinna til þess að kynna sér frumvarpið. Besta leiðin til þess er sennilega sú að hlusta á 1. umræðu Alþingis, lesa innsendar umsagnir og lesa svo frumvarpið að lokum.

Guðmundur Steingrímsson hélt ræðu strax í kjölfarið á 1. umræðu um frumvarpið, en sú ræða er jafnframt nauðsynlegt innlegg varðandi frumvarpið.

2018-04-10T00:12:42+00:00janúar 27th, 2012|Fréttir, Henda|0 Comments

Leave A Comment